Frjókornaofnæmi

í dag komst ég að því að ég er með frjókornaofnæmi og má ekki slá gras. Vandamálið er að ég vinn á garðsláttuvél.

Barnanöfn

Í dag kom kærastinn minn að mér þar sem ég var að skoða barnanöfn á netinu. Ég útskýrði fyrir honum að ég væri bara að skoða nöfn fyrir sögu sem ég ætla að skrifa, en hann er algjörlega sannfærður um að ég sé ófrísk og er búinn að segja foreldrum sínum það.

Lóa

Í dag þegar ég tilkynnti á Snjáldru að ég væri í sambandi sagði einn vinur minn: „Ertu farinn að halda framhjá Lóu?“ Kærastan mín sá þetta og varð alveg brjáluð og hlustaði ekkert á mig þegar ég reyndi að útskýra að Lóa væri orð sem við félagarnir notum yfir hendurnar á okkur.

Bara vinir

Í dag rættist draumur minn er ég fékk að sofa hjá konunni sem ég elska. En nánast um leið og við höfðum lokið okkur af sagðist hún bara vilja vera vinkona mín vegna þess að hún er raunverulega ástfangin af bróður mínum og notaði mig til að nálgast hann. 

Þungunarprófið

Í dag tók ég þungunarpróf. Ég hélt að það ætlaði aldrei að koma í ljós hvort ég væri ólétt eða ekki. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði sprænt framhjá mælinum.

Bílprófið

Í dag fékk ég bílprófið. Í stað þess að óska mér til hamingju settu vinir mínir upp veðpott um það hvenær ég myndi lenda í fyrsta árekstrinum.