Brjóstahaldari

Í dag sprakk brjósta haldarinn minn í sundur í miðjum tíma. Það gaf mér góða ástæðu til að spyrja myndarlega kennarann um að lána mér heftara svo ég gæti heftað hann saman.

Híbýlailmur

Í dag langaði mig til að fríska aðeins upp á herbergið mitt og fór upp í rúmið með híbýlailm og úðaði yfir herbergið, en ég áttaði mig ekki á að viftan í loftinu var í gangi og ég fékk væna gusu framan í mig. Læknirinn segir að ertingin í augunum vari í nokkra daga.

Reykingar

Í dag ákvað ég að hætta að reykja. Í dag ákvað konan mín að byrja að reykja.

Kærastinn

Í dag sagði kærastinn mér upp vegna þess að ég skil ekki samband hans við uppstoppuðu gæsina hans, að hans mati. Hann er 36 ára.