Samloka

Í dag þegar við vorum að sofa saman spurði kærastinn mig hvort það væri í lagi að hann borðaði samloku á meðan.

Of stuttur

Í dag áttaði ég mig á að ég er of stuttur í annan endann til að geta notað hlandskálarnar í nýju vinnunni.

Hugsað til mömmu

Í dag kom móðir mín að mér þar sem ég var að stunda sjálfsfróun. Ég reyndi að gera gott úr þessu óþægilega augnabliki og sagði: „Ég var einmitt að hugsa til þín!“ – Vond hugmynd.

Þagnarmeðferð

Í dag kom ég í fyrsta skipti heim til kærustunnar. Ég grínaðist með eitthvað sem féll henni ekki í geð og hún sýndi vanþóknun sína með þögn. Ég þurfti að fara á klósettið og þar sem hún vildi ekki segja mér hvar það var ákvað ég sjálfur að leita að því. Ég gekk inn á foreldra hennar að gera það.

Minnistyrkjandi pillur

Í dag var mér gefið vítamínglas með pillum sem eiga að styrkja minnið. Ég gleymdi að taka þær. Uss.

Mæðraskoðun

Í dag kom kærastinn minn með mér í fyrstu sónarskoðunina. Meðan hjúkrunarfræðingurinn var að smyrja á mig hlaupinu leit ég á kærastann og sá að hann með greddusvip að horfa ofan í brjóstaskoruna á henni.