Örbylgju-makkarónu- og ostrétturinn minn

003-Makkaroni med ostasosuFyrir þá sem ekki vita er þessi réttur með vinsælustu barnaréttum heims. Óvitlaust að prófa á matvandna gríslinga. Snilldin við þessa uppskrift er sú að það má teygja hana og toga á alla vegu. Geita-, feta-, myglu-, gúda-, gotta-, parma-, Camebertostur út á. Bara velja það sem til er í ísskápnum. Einnig má setja tófú, kjötbita, ávaxtabita sem eldast meðan pastað sýður. Krydda eftir kenjum. Ljúffengur réttur tilbúin á örfáum mínútum.

Uppskrift (fyrir 1)
½ bolli makkarónur
½ bolli vatn
½ teskeið salt
¼ bolli mjólk (sama hvaða)
¼-½ bolli rifinn ostur að eigin vali úr ísskápnum.

Aðferð
Blanda saman pastanu, vatninu og saltinu í örbylgjuhelda skál. Elda á hæsta styrk í 2 mínútur í senn þar til pastað er al dente. Hræra milli lota. Ætti að taka um 6-8 mínútur samtals. Ef pastað drekkur í sig allt vatnið áður en það er tilbúið, bætið 2 matskeiðum af vatni út á.

Hræra mjólkinni og ostinum samanvið. Hita á fullum styrk í hálfa mínútu í senn þar til osturinn er bræddur í rjómakennda sósu. Hræra á milli lota. Ætti að taka um 1 til 1-½ mínútu. Bæta við matskeið af osti og mjólk til að fá meiri sósu.

Út í réttinn má bæta söxuðum: Lauk, papriku, tómötum og kjöti og hvaða kryddi sem hugurinn girnist, til dæmis chili- og paprikukryddi.

Örbylgju-flóaða mjólkin mín

004-Floud mjolkInnihald
Mjólk (annað hvort nýmjólk, léttmjólk eða nýmjólk blandaða 50-50 með rjóma)

Græjur
Krukka með loki

Aðferð
1. Hella mjólk í krukkuna í sama magni og yfirleitt er sett út í kaffið, þó ekki meira en til hálfs svo það sé pláss fyrir froðuna.
2. Hrista krukkuna af krafti þangað til mjólkin verður froðukennd, tekur um hálfa mínútu.
3. Taka lokið af krukkunni og elda í hálfa mínútu. Froðan mun fljóta upp og hitinn heldur henni í skefjum.
4. Hella mjólkinni án froðunnar í bollann, fleyta svo froðunni út á kaffið.

Örbylgju-kartöfluflögurnar mínar

006-KartoffelflagelnAðferðin er svo einföld og áhrifarík að mesta furða er að trúbadorar syngi ekki eldheita ástríðusöngva um hana.

Skera kartöflurnar í þunnar sneiðar og raða í einu lagi á disk eða gufukörfu. Elda í 3 mínútur í einu og snúa þeim á milli. Lækka kraftinn í hvert skipti sem þeim er snúið og BINGÓ.

Flögurnar verða svolítið krypplaðar en brakandi ferskar. Þykkari sneiðar verða svolítið mjúkar í miðjunni og þunnar eiga það til að vera stökkar. Smá tilraunastarfsemi mun á endanum leiða til snilldarflaga sem hægt er að nota til að skófla upp ídýfu.

Mikilvægt er að fylgjast vel með kartöflunum því ferlið frá því að vera fullkomlega eldaðar yfir í að vera brenndar er stutt.

Takið eftir að það er engin olía eða önnur óholl efni í þessum heimagerðu kartöfluflögum. Kryddin í kryddskúffunni og ólífuolían gera „kartöfluflögurnar mínar“ að besta mat í heimi.

Örbylgju-blæjuðu eggin mín

005-Potsad eggBlæja egg er það sama og gufusjóða það, sjóða án skurnarinnar.

Innihald
1 egg
⅓ bolli vatn
½ teskeið edik (má sleppa)

Græjur
Örbylgjuheld lítil skál (eða bolli)
Örbyljguheldur lítill diskur
Eggjaskeið (skeið með klauf til að veiða upp egg úr potti)

Aðferð
1. Edikið er ekki nauðsynlegt, en það hjálpar til við að halda egginu saman.
2. Setja vatnið og edikið í skál, desertskál til dæmis. Ekki verra að hún sé gagnsæ, þá er auðveldara að fylgjast með. 
3. Brjóta eggið í skálina.
4. Loka skálinni eða bollanum með loki (ekki loftþéttu, t.d. undirskál). Setja í ofninn og stilla á 80% af hæsta hita. Sjóða í 1 mínútu. Kanna eggið. Ef það er ekki tilbúið, setja aftur í ofninn og hita í 20 sekúndur. Og aftur í 20 ef það er ekki tilbúið þá. Yfirleitt tekur það 80 sekúndur að sjóða.
5. Veiða upp úr vatninu með eggjaskeiðinni og njóta.

Athugasemdir
Þessi aðferð getur af sér frekar linsoðið egg. Til þess að gera harðsoðið egg er best að hækka hitann í 100% í þessa fyrstu mínútu samkvæmt leiðbeiningunum.

Örbylgjuofninn eldar eggið þannig að gulan eldast hraðar en hvítan, svo ef ætlunin er að hafa guluna í linari kantinum er best að taka eggið út á meðan hvítan enn örlítið slepjuleg.

Örbylgjuofnar eru mismunandi að gerð og því mikilvægt að prófa sig áfram og líta á þessar leiðbeiningar sem sterkar vísbendingar frekar en algildan sannleika.

Fátt er betra en blæjað egg ofan á brauð í morgunmat.

Grillaðar lambalundir

Fátt er betra en grillaðar lambalundir. Hér er fyrirtaks uppskrift að slíkum með kryddjurtapestói. Þessi uppskrift er kannski ekki ódýrasta uppskriftin sem hægt er að finna, en það má alltaf gera sér glaðan dag. Fyrir þá sem eru að hugsa um budduna mælum við sterklega með hafragrautnum :-)

1 kg lambalundir
Kryddjurtapestó (sjá uppskrift að neðan)

Veltið kjötinu upp úr 1/3 af kryddjurtapestóinu og geymið við stofuhita í 20 - 60 mín.
Grillið kjötið á vel heitu grilli í 2 - 3 mín. á hvorri hlið.

Kryddjurtapestó
1 1/2 dl ólífuolía
1 búnt basilika
1/2 búnt steinselja
1/2 búnt timjan
1/2 búnt mynta
2 msk furuhnetur
2 msk parmesanostur
1 msk sítrónusafi
1 msk hunang
1/2 tsk pipar
1 tsk salt

Setjið í matvinnsluvél og maukið vel.

Hrísgrjónagrautur

Hrísgrjónagrautur er saðsamur, góður mjög, einfaldur og ódýr.

Hráefni

1 l blámjólk
1-1,5 dl hrísgrjón
2-4 msk rúsínur
Hálf tsk salt

Matreiðsla

Sjóðið grjónin í mjólkinni í 40 til 50 mín. Skolið rúsínurnar og sjóðið með síðustu 2 til 3 mín. Saltið.

Eða: Láta allt nema saltið í pottinn. Stilla á minnsta straum í 1 og hálfa til 2 klst.

Kanill með sykri út á eftir smekk.