Kjúklingabaunir á tómatbeði

Hér kemur ein ódýr og góð uppskrift af kvöldverði.

Kjúklingabaunir á tómatbeði
1 dós kjúklingabaunir
1 dós heilir tómatar (búið að flá)
1-2 laukar
1 cm engiferrót (eða eftir smekk)
Hvítlaukur 4-5 geirar
Krydd: Tæplega sléttfullar tsk af: kumen, garam masala, karry, salti
fremst í tsk af chillidufti (rauðu)

Matreiðsla
Rífið hvítlauk, engifer og tómata saman í matvinnsluvél. Saxið laukinn niður, ekki of fínt og steikið á pönnu þar til gullin og mjúkur (passa að ofsteikja ekki á að verða MJÚKUR) setjið kryddin út á laukinn og látið velta á pönnunni í nokkrar sek. Setjið síðan tómatmaukið saman við og síðast kjúklingabaunirnar og vökvann úr dósinni. Látið malla smá stund. Ef til eru afgangs kartöflur eða
annað grænmeti(soðið) er upplagt að setja það útí og nýta afgangana.

Rétturinn er þá tilbúinn, verði ykkur að góðu. Það má bera fram með honum brauð, en þegar fólki liggur á er gott að geta gripið í  tortilla kökur og hafa með (þessar í gulu pökkunum-eru ódýrari).

Það er erfitt að gera fyrir einn því magnið er yfirleitt meira í dósum sem þessum en þá má bara nota ferskvöru og vera aðeins lengur að undirbúa og minnka kryddið um rúmlega helming.

Muna að fara varlega með krydd í svona mat.. of mikið getur eyðilagt þessa dýrindis máltíð.

Kveðja,
Anna F. Guðjónsdóttir

Núðlur á kjúklingaafgangsbeði

Hér kemur uppskrift af ódýrum rétti.

Núðlur á kjúklingaafgangsbeði
Smá afgangur af kjúklingi (frá kvöldinu áður)
Núðlupakki m kjúklingakryddi (39 kr)
1 gulrót, sneidd niður
1 egg, hrært.

Matreiðsla
Núðlurnar soðnar samkv. leiðbeiningum.  Eggið hrært og steikt, þunnt sneiddar gulræturnar steiktar með, öllu síðan hellt út á pönnu og hitað, tilbúið! Síðan er hægt að setja allskonar grænmeti með þessu, en mér finnst þetta best svona.

Flokkur: Hádegis- eða kvölmatur

Verði ykkur að góðu,
Þórdís Thorlacius

Ekta McDonalds franskar

Þegar kreppir að og ekki er lengur hægt að vera flottur á því og skella sér út að borða á McDonalds tekur sjálfsbjargarviðleitnin við. Þótt McDonalds hafi gefist upp á Íslendingum, er ekki þar með sagt að Íslendingar þurfi að gefast upp á McDonalds. Fyrir eigi alllöngu var birt á Matarkörfunni uppskrift að ekta upprunalegum McDonalds hamborgara. Eins og allir hamborgaraunnendur vita, er hamborgari án franskra eins og pylsa án pylsubrauðs. Hér er hinn hlutinn að fullkominni ekta McDonalds máltíð. Gjörið svo vel.

Ekta McDonalds franskar

Tæki og tól
Djúpsteikingarpottur
Kartöfluhnífur (eða þolinmæði ef slík græja er ekki til staðar)

Innihald
2 stórar kartöflur (þurfa að vera stórar svo frönskurnar verði af réttri lengd)
3 msk. sykur
2 msk. korn síróp
1,5 til 2 bollar heitt vatn
6 bollar djúpsteikingarfeiti
3 msk. tólg (eða fitan af nokkrum steiktum borgurum)
1 tsk. salt

Undirbúningur
Skræla kartöflurnar. Blanda sykri, kornsírópi og heitu vatni í skál. Gæta þess að sykurinn leysist alveg upp í vatninu. Skera kartöflurnar í skóþvengi með skurðargræju eða með þolinmæðinni. Kartöflurnar eiga að vera u.þ.b. 7x7 mm á kant og 10 sm að lengd.

Setja niðurskornu kartöflurnar í skálina með sykurvatninu og setja í ísskáp. Láta standa í hálftíma.

Setja djúpsteikingarfeitina í pottinn og fíra undir í botn. Ef feitin er köggull, skal bíða uns hún er orðin að vökva, ef feitin er heilsusamleg þarf að gæta þess að hún sé orðin nógu heit áður en steiking hefst. Feitin þarf að vera orðin a.m.k. 200 gráðu heit.

Láta renna af kartöflunum og setja í pottinn (gæta varúðar, það gæti sullast olía upp úr pottinum). Að einni til einni og hálfri mínútu liðinni skal fjarlægja kartöflurnar úr djúpsteikingarpottinum og setja á pappírsþurrku á diski. Láta standa í átta til tíu mínútur í kæli.

Meðan kartöflurnar kólna skal setja tólgina eða hamborgarafituna út í djúpsteikingarpottinn. Hækka hitann í botn. Hræra fituna út í olíuna.

Þegar hitinn er kominn í 200 gráður í það minnsta, setja kartöflurnar í pottinn og djúpsteikja áfram. Í þetta skiptið í fimm til sjö mínútur, eða þar til þær fá á sig gullinbrúnan blæ. Salta vel og hrista skálina svo það dreifist sem víðast.

Að steikingu lokinni setja í skál og bera fram strax. Verði ykkur að góðu!

Ath. Uppskriftin gefur af sér tvo skammta af frönskum. Ef steikja á meira, skal ekki auka við olíuna heldur steikja kartöflurnar í skömmtum. Bæta olíu við eftir þörfum.

Mikilvægt er að fara NÁKVÆMLEGA eftir þessum leiðbeiningum. Einfaldari leið til að búa til gæða McDonalds franskar er að kaupa tilbúnar frystar franskar kartöflur og steikja eftir uppskriftinni. Ef sú leið er farin má sleppa fyrra steikingarferlinu. Setja frystar í pottinn og steikja í sex til tíu mínútur (fer þó eftir magni kartafla) þar til þær verða gullinbrúnar. Svona kartöflur eru góðar, en þó ekki nærri eins upprunalegar og bragðgóðar og ferskar kartöflur matreiddar eftir uppskriftinni.

HambogariHambogariHambogariHambogariHambogariHambogariHambogari

Pastasósa

Pastasósa

1 stk. epli (afhýtt og kjarnhreinsað)
1 dós niðursoðnir tómatar í bitum
1 stór dós tómat pure
2 hvítlauksrif
Slatti af oregano og smá salt og pipar.
A
Matreiðslan
Allt maukað saman með töfrasprota. Svo er fínt að láta meira af kryddi og nota sem pizzu sósu.
A
Jón Ingi Einarsson

pastapastapastapastapastapastapastapasta

Gullbringa

Gullbringa
Ódýr kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna.

Innihald
500 gr kjúklingabringur, um 4 stk.
1 dós af rjómalagaðri sveppasúpu (eða kjúklingasúpu, eða eftir smekk)
1 dl mjólk
1 kassi fyllingarblanda
1 msk. smjör
4 msk. soðið vatn. Meira vatn gerir mýkri fyllingu
Rifinn ostur

Matseldin
Maka eldfast mót með olíu (eða úr þrýstiloftsbrúsa). Blanda mjólk og súpu í botninn. Raða kjúklingabringum skinnlausum í súpublandið. Ætti að fara nærri því að þekja kjúklinginn.

Blanda saman fyllingu, vatni og smjöri. Setja gumsið á kjúklinginn.

Breiða álpappír ofan á. Baka við 180 gráður í 30 mínútur eða uns kjúklingurinn er tilbúinn (hægt að nota kjöthitamæli til að vera viss). Strá ostinum yfir og láta hann bráðna eða setja inn í ofninn og grilla svolitla stund.

Þessi réttur fer vel með nánast hvaða meðlæti sem er og mettar hæglega fjóra maga.

GaggalaguGaggalaguGaggalaguGaggalaguGaggalaguGaggalaguGaggalaguGaggalagu

Hvítlauksbrauð

Hvítlauksbrauð

Hvítlauksbrauð er gott. Það er afar vinsælt á Íslandi. Margir kaupa það frosið og hita í ofni. En það er til ódýrari leið að sama hvítlauksbrauðs-markmiðinu. Nefnilega búa það til sjálfur.

Efniviður
1 stk. franskbrauð.
2 msk smjör (eða smjörvi).
Hvítlauksduft.
Steinselja.

Leiðbeiningar
Skera brauðið skáhalt í 2 til 3 sm sneiðar. Fíra upp í ofninum (um 200 gráður, fer eftir ofnum). Bræða smjörið í skál í örbylgjunni. Setja 1 tsk af hvítlauksdufti í bráðið smjörið. Smyrja með pensli brauðið. Strá steinseljunni yfir (má vera þurrkuð, það er ódýrara). Baka brauðið í ofninum þar til það byrjar að verða brúnt á köntunum.

Sparnaðarráð
Það má taka afgangs pylsubrauð og nota sem efnivið í hvítlauksbrauð.

BreadBreadBreadBreadBreadBreadBreadBread