Hafragrautur

Varla finnst ódýrari og saðsamari matur en hafragrautur.

Hráefni

2 dl haframjöl
6 dl vatn
1/2 tsk salt

Matreiðsla

Hrærið haframjölið út í heitu eða köldu vatni, saltið og sjóðið í 3 til 5 mín. Borðið með mjólk.

Ódýr matur – lifrarbuff

Þessa uppskrift sendi Hagsýna húsmóðirin Birgitta Matarkörfunni:

Hollt og gott, ég skil ekki af hverju ég elda þetta ekki oftar.

Hráefni

1 stk lambalifur
3-4 kartöflur
1 laukur
1 egg
4 dl haframjöl
2,5 dl hveiti
Season All krydd, salt og pipar eftir smekk.

Matreiðsla

Hreinsið lifrina, flysjið kartöflurnar hráar og afhýðið laukinn. Maukið í matvinnsluvél. Hrærið öllu saman, deigið á að vera fremur þunnt. Mótið buff og brúnið á pönnu báðum megin og setjið síðan smástund inn i ofn við um það bil 180 gráður.
Soðnar kartöflur, brún sósa, soðnar gulrætur, grænar baunir og sulta er fyrirtaks meðlæti með þessu.

Þessi uppskrift er tekin úr matreiðslubók sem heitir Krakkaeldhúsið. Þessi uppskrift er á bls 13, kallast þar sveitabuff og höfundur uppskriftar er Henríetta Kristinsdóttir, matráðru á leiðskólanum Síðusel á Akureyri. Útgáfan Hemra gaf út (með stuðningi OR) árið 2004.

Til athugunar : Ef þú sérð fram á að vera komin með nóg í matinn en ert bara hálfnuð/hálfnaður að steikja buffin þá finnst mér betra að frysta afganginn af deiginu frekar en að klára að steikja buffin og frysta þau svo.  Þau eru eiginlega ekki góð nema nýsteikt (heimilisfólkið hér er sammála um það).

Matarkarfan þakkar Birgittu fyrir sendinguna og þakkar jákvæða umfjöllun um sig. Á bloggi Hagsýnu húsmóðurinnar eru ýmis sparnaðarráð og húsráð sem vert er að skoða.

Alfez100X560

Eggjuð hrísgrjón

Það tekur 10 mín. að undirbúa og 20 mín. að elda þennan einfalda rétt.
Uppskriftin er fyrir þrjá.

Hráefni

100gr hrísgrjón
8 egg
10 pylsur
Paprikukrydd

Matreiðsla

Sjóða hrísgrjónin. Skera pylsur í bita og steikja í potti. Bæta eggjum út í og hræra vel. Setja hrísgrjón út á áður en eggin verða alveg grútspæld. Hrærið vel og kryddið létt með paprikukryddi.

Það má bæta lauk (flestar tegundir), papriku eða tómötum út í réttinn án þess að það rýri gæði þessarar frábæru, ódýru og einföldu uppskriftar.

Alfez100X560

Kjúklingabaunabuff

250 gr. kjúklingabaunir úr dós
20 gr. vorlaukur
2 hvítlauksrif
1/4 tsk cumin
1/2 tsk sjávarsalt

Matreiðsla
Allt saxað með töfrasprota eða í matvinnsluvél, búa til litlar bollur og steikja upp úr olíu.
 
Meðlæti
1 bolli af brúnum hrísgrjónum

Morgunmatur
Hreint haframjöl með súrmjólk og púðursykri.

Hádegismatur
Súrmjólk með epli eða núðlusúpa að eigin vali.

Kvöldmatur
Pasta með afgöngunum af grænmetinu úr kæliskápnum.

Bestu kveðjur,
Dagný Edda

Alfez100X560

Besta maíssúpa mömmu Freyju

1-3 lítra af vatni
1-3 græmetissoðteninga eða kjúklíngasoðteninga
1-2 dósir af maisbaunum ódýrum

Matreiðsla
Mauka maís niður með töfrasprota eða í blandara ásamt hluta af vatninu sem ætlað er í súpuna, afgangurinn af paprikunni, pastanu,kjúklingnum,svínakjötinu frá deginum áður eða það sem er til fyrir í kæliskápnum. Til dæmis gulrætur, graslaukur, hvítkál, blómkál, spínat eða basilíka.
Salt og pipar eftir smekk.
Þykkt upp með maísenamjöli eða vatns þynntu kartöflumjöli og látið malla við lágan hita í ca 8-10, mínútur :O)

Borið fram með brauði með bræddum ristuðum osti á úr ofni eða bara með ristuðu brauði.

Verði ykkur að góðu!

Kveðjur frá einstæðri, fátækri móður fjögurra barna,
Freyja Dís Númadóttir.

FreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNum

Bragðgóður, ódýr og seðjandi kvöldmatur

Einn pakki af kjúklinganúðlum keyptar í bónus.
1 bolli af nýrnabaunum (látið þær liggja í bleyti í klukkutíma og sjóðið svo í hálftíma).
1 bolli frosið blandað wok grænmeti.

Matreiðsla
Allt sett á pönnu og steikt upp úr olíu. Undir lokin setjið örlítið af soyjasósu og örlítið af sweet chillisósu út í.

Vega Rós Guðmundsdóttir

noodles   noodles   noodles   noodles   noodles   noodles   noodles