Sparnaðarráð

Málverk fyrir hálfa aðra milljón í „Góða hirðinum“

Þegar starfsmaður Goodwill-verslunarinnar í Virginíuríki í Bandaríkjunum (sem er svipuð verslun og Góði hirðirinn á Íslandi), María Rivera að nafni, sá lítið málverk af konu að drekka te fékk hún á tilfinninguna að málverkið væri verðmætara en gengur og gerist með hluti sem látnir eru söfnunargáma. Tilfinning Maríu var rétt, málverkið var metið af sérfræðingum og þeir komust að því að ítalski 19. aldar málarinn Giovanni Battista málaði það. Verk eftir þennan listmálara eru víst sjaldséð og eftirsótt eftir því. Verkið er metið á eina og hálfa milljón króna.

Gjöf sem sparar: Kryddjurtir

KryddjurtirGefðu fræ í jólagjöf, fræ að kryddjurtum. Það sparar vegna þess að kryddjurtir eru ekki ókeypis í búðinni. Kryddjurtir í eldhúsglugganum lífga auk þess upp á heimilið og gefa sumar yndislegan ilm eins og til dæmis basil, rósmarín og mynta.

Gjöf sem sparar: Verkfærin heim

VerkfaerasettEf það eru verkfæri til á heimilinu sem geta leyst minniháttar vandamál eða bilanir þarf hugsanlega ekki að kalla til iðnaðarmann. Verkfæraverslanir selja töskur með öllum helstu verkfærum og jafnvel nöglum og skrúfum líka.

Gjöf sem sparar: Ræktin heim

KonaMedLodEr líkamsræktartröll í fjölskyldunni? Þá er þessi hugmynd fyrir þig: Gefðu lóð, bolta eða bara hvað sem er sem hægt er að nota til að æfa sig heima. Það kostar að fara í ræktina, en ekkert að fara á stofugólfið. Hreyfing bætir heilsu og sparar þannig mögulegan lyfjakostnað í framtíðinni. Fyrir þá sem eiga heima við hliðina á vinnustaðnum en aka samt í vinnuna er reiðhjól fyrirtaks jólagjöf. Muna samt að skoða veðurspána áður en hjólað er af stað.

Gjöf sem sparar: Framandi réttir heima

SushiKit

Eins gaman og það er að fara út að borða er það talsvert dýrara en elda heima. Eitt af því sem er skemmtilegt við það að borða á veitingastöðum er tilbreytingin. Að borða heima getur orðið leiðinlegt til lengdar vegna þess að eldhúsið þar gefur ekki eins mörg tækifæri á framandi eldamennsku og veitigahúsin. Gjafir sem gera eldhúsið til dæmis að fullgildum japönskum veitingastað eru því sniðug leið til að spara. Í bókabúðum og víðar fást kassar sem innihalda nauðsynlegustu tæki til sushigerðar auk uppskrifta. Wok panna, pastavél, Fondue pottur eru allt hugmyndir sem gera eldamennsku heima meira spennandi og sparandi.

Gjöf sem sparar: Prjónað og heklað

PrjonÍ gamla daga voru margir sveitabæir verksmiðjur sem framleiddu vettlinga og annan hlífðarbúnað fyrir sjómenn, eins og lesa má um í Fátæku fólki eftir Tryggva Emilsson. Nú er öldin önnur og fólk prjónar eða heklar meira sér til gamans en viðurværis. Sá kostur fylgir þessu tómstundagamni að það skilar afurðum, til dæmis húfum, vettlingum, smekkum, peysum og treflum. Kennsluefni - bækur, námskeið eða myndbönd - er því fyrirtaks hugmynd að gjöfum. Í bókaverslun Eymundsson er gott úrval af bókum og öðru efni sem viðkemur prjóni og hekli.