Sparnaðarráð

Teygjulakið loksins slétt og fellt

Teygjulak
Eftir áralangar rannsóknir vísindamanna í virtustu háskólum heims, er loksins búið að finna út hvernig best er að brjóta almennilega saman teygjulak. En það voru ekki vísindamennirnir sem fundu út úr þessu, heldur húsmóðir í vesturbænum.

Múffubakki

Skokassabakki
Það má búa til sniðugan múffubakka með því að skera krossa í skókassalok. Þetta gæti verið skemmtileg viðbót við múffubökun fjölskyldunnar.

Ryksuga í sokkabuxum

RyksugaISokkabuxum
Ef þú hefur týnt smáhlut, til dæmis misst eyrnalokk á bak við tveggja tonna sófa eða ísskáp er sniðug lausn að setja sokkabuxur á stútinn á ryksugunni og ryksuga hutinn upp þannig.

Rúllurnar yfir höfðinu

Jolagafapappir


Jóla- og gjafapappírsrúllur eru fyrirferðarmiklar og erfitt getur verið að koma þeim almennilega fyrir. Nú er komin lausn á því. Strengja band í loftið í geymslunni, búrinu, skápnum eða hvar sem við verður komið og renna þeim yfir.

Franskur rennilás á vegginn

FranskurRennilas
Tuskuleikföngin verða uppstillt og prúð á franska rennilásnum sem búið er að líma á vegginn.

Plastpokaskammtari

Pokadunkur
Nú er hægt að nota dunkinn undan blautþurrkunum áfram – sem pokaskammtara. Setja plastpokarúllu í baukinn og skammtarinn sér um að skammta einn poka í einu.