Sparnaðarráð

Gardínustöngin inn

StonginInn

Þessi hugmynd er snjöll fyrir þá sem eiga mikið af úðabrúsum. Vinir Matarkörfunnar eru þannig, þeir gera úðana sjálfir. Sko, nú er hægt að geyma brúsana í röð í skápnum og spara plássið í botninum.

Mitt eigið örbylgjupopp

Orbylgjupopp
Fátt er einfaldara en að poppa sitt eigið popp í örbylgjunni. Það þarf ekki einu sinni að setja salt og smjör í pokann til að það poppist. Allt sem þarf er bréfpoki og baunir. Baunamagnið er valfrjálst í þessari uppskrift, bara setja það magn sem poppa á. Heimapopp er bæði ódýrara og hollara en örbylgjupoppið sem fæst út í búð. Hollara að því leyti að heimapopparinn stjórnar sjálfur hversu holla eða óholla olíu hann setur út á það. Sama á við um saltmagnið. Heimapopparinn er með valið og ábyrgðina sín megin.

Ekki ís í brauðformi heldur kaka

SukkuladiBraudform

Þetta er sniðug leið til að nýta brauðformið undir eitthvað annað en ís. Baka bara múffuna beint í formið. Matarkarfan hefur ekki prófað þetta, en á myndinni er engu líkara en brauðformið þoli bakstur í ofni ljómandi vel.

Brauðpokaklemmur á snúruna

Braupokaklemmur
Hver kannast ekki við snúrurnar allar í flækju og svo kannski er tölvan tekin úr sambandi þegar það átti að taka hárþurkkuna úr sambandi. Uss, ekki gott. En nú er komin lausn og lausnin er svo einföld að hún er nánast hlægileg. Nefnilega að nota brauðpokaklemmurnar til að flokka snúrur. 

Múffuform í nýju hlutverki

Listamannabakki1

Það má vel nota múffuformið sem bakka fyrir unga listamenn. Það má setja segulstál í botninn á plastglösunum svo þau tolli vel ofan í forminu.

Segulstál á baðið

Segulstal

Hver kannast ekki við alls konar smádót á flakki um baðið? En nú er komin lausn á því, eða amk. á flakki smádótsins. Lausnin felst í að líma segulstálsrenning á heppilegan stað og tylla smáhlutunum á.