Sparnaðarráð

Jógúrtdollur og mjólkurfernur

JogurtEkki henda jógúrtdollunni þegar þú hefur gætt þér á sykurlausu og vítamínbættu innihaldinu. Þeir sem eru með græna fingur vita að jógúrtdollurnar eru fyrirtaks pottar fyrir nýgræðlinga. Mjólkurfernur má klippa ofan af og nota sem framhaldsræktunarbeð þegar plönturnar hafa náð ákveðinni stærð. Á vorin er sérstaklega sniðugt að setja niður fræ, til dæmis fræ af sallati og öðrum jurtum sem gefa af sér æta ávexti.

Smjörumbúðirnar


SmjorFlestir taka utan af smjörstykkinu álpappírinn (eða hvað þetta nú er) og henda í ruslið. Bíddu nú aðeins við! Ekki henda því í ruslið, það er sóun á hæsta kvarða. Settu heldur pappírinnn í lítinn plastpoka og geymdu þar til næsti bökunardagur rennur upp og notaðu pappírinn til að smyrja kökuformin.

Þakrennugrænmeti

Thakrennur
Hérna er sniðug og ódýr leið til að rækta grænmeti þar sem ekki er mikið pláss til ræktunar. Grænmetið verður að skrautblómum sem skreyta húsgaflinn. Hverjum hefur ekki dreymt um að borða upp úr þakrennunum? Nú er það hægt!

Frysta Aloe Vera

AloeVeraFryst

Á nútímaheimilinu kemur það ósjaldan fyrir að einhver brennir sig lítillega. Þá er gott að eiga aloe vera í frystinum. Að ekki sé talað um sólbruna.

Smákökuform

Smakokuform
Þetta er góð hugmynd, svo má setja ís eða eitthvað góðgæti í smákökuformin.

Hjartalaga egg

HjartalagaEgg

Hvern hefur ekki dreymt um að fá hjartalaga egg í morgunmat en ekki fengið vegna þess að enginn vissi hvernig átti að gera það? En ekki lengur. Nú geta allir gert eggjalaga hjarta til að gleðja hjarta ástarinnar.