Sparnaðarráð

Tennisboltanudd

Eru fæturnir að pirra þig? Fótaóeirð? Þá er lausnin að rúlla berum fótunum á tennisbolta nokkra stund. Eru fæturnir bólgnir? Þá er lausnin að rúlla fótunum yfir vatnsflösku úr plasti sem áður hefur verið fryst í kælinum. Það er hægt að grípa til ýmissa ókeypis lausna áður en pantaður er dýr tími í nuddi.

Jógúrt á andfýlu

AndfylaHver kannast ekki við að hafa verið andfúll? Og hver hefði trúað því að jógúrt gæti læknað andfýlu? Lausnin felst ekki í að drekkja andfýlupúkanum í jógúrti heldur láta góðu jógúrtgerlana nema land í munninum. Góðu og vel ilmandi jógúrtgerlarnir eru sterkari og stærri en vondu andfýlugerlarnir og taka yfir nýlenduna í munninum fái þeir tækifæri til þess. Rannsóknir sem tannlæknir að nafni John Moon í Kaliforníu hefur gert benda ótvírætt til þess að jógúrtgerlarnir hafi þessa eiginleika.

Blýant á höfuðverkinn

BlyantInTheHeadHver kannast ekki við að hafa fengið höfuðverk? Og hver hefði trúað því að venjulegur blýantur gæti læknað hann? Ef streita eða kvíði gerir vart við sig eiga margir það til að bíta ómeðvitað saman jöxlunum og kreppa kjálkavöðvana langtímum saman. Það leiðir stundum af sér höfuðverk. Lausnin felst í að setja blýant upp í sig en varast samt að naga hann (bara ríkisstarfsmenn með ekkert fyrir stafni mega naga blýanta). Um leið og blýanturinn er kominn milli tannanna slaknar á kjálkavöðvunum og þar með höfuðverknum.

Vodki á tærnar

Hver kannast ekki við að hafa angað af táfýlu? En ekki lengur. Nú er komin lausn við því. Vættu bréfþurrku í vodka, helst Smirnoff eða Absolut, og strjúktu nett yfir tærnar og iljarnar. Vínandinn drepur gerlana og sveppina sem gert hafa sig heimakomna milli tánna á þér, og þurrkar húðina. Ef Smirnoff eða Absolut er ekki í vínskápnum má nota venjulegt spritt eins og fæst í apótekinu.

Þú ert snillingur á bók

SnillingurKapa

Matarkarfan í samvinnu við Leiðbeiningamiðstöð heimilanna og Kvenfélagasamband íslands gefur út heilræðabókina Þú ert snillingur. Bókin er safn af heilræðum og sparnaðarráðum af Matarkörfunni og frá Leiðbeiningastöðinni. Í bókinni er fjöldinn allur af ráðum sem sparað geta skildinginn. Bókin verður seld í öllum betri bókabúðum og á jólabókahlaðborði matvöruverslananna. Góða skemmtun.

„Bók sem kveikir á perunni hjá manni.“ – Jón Eyjólfsson

Sparnaðarráð: Sama slæðan 25 sinnum

Á Íslandi er allra veðra von, ekki síst á vetrum. Þá er nú gott að hafa slæðu um hálsinn eða eitthvað örlítið þykkara eins og trefil. Hér eru sýndar 25 leiðir til að bera slæðu. Það er svo sannarlega sparnaður fólginn í því að geta borið sömu flíkina í 25 mismunandi útfærslum.