Sparnaðarráð

Ódýrt jólaföndur: Nótuskraut

Nótur eru hátíðlegar og jólalegar vegna þess að tónlist er stór hluti af jólahátíðinni. Jólalögin eru ómissandi við að skapa hina einu og sönnu jólastemmningu. Jólaskraut með nótum á er einstaklega fallegt. Það eina sem þarf að gera er að prenta út nótur og klippa út og líma á pappaspjald eða karton.

TÆKI OG EFNI. Nótur á blaði. Glimmer. Lím. Skæri. Þekjulitir. Ímyndunarafl. Snið (þrýstið á orðin til að sjá sniðin): Dúfa, Orðið Joy, stór nóta, gamlar nótur á blaði. Prentari.

AÐFERÐ. Setja eftirlætis jólatónlistina í spilarann. Prenta út nóturnar og sniðin. Hita kakó. Drekka kakó. Klippa út. Mála, líma, skreyta og njóta.

Notuskraut

Ódýrt jólaföndur: Vaxskraut

VaxskrautÁ flestum heimilum er stubbar af útbrenndum kertum. Á flestum heimilum eru líka stubbar af brotnum vaxlitum. Þessa stubba má endurnýta á snjallan hátt. Bræða í ofninum og móta í jólaskraut.

TÆKI OG EFNI. Vaxlitabútar. Kertisbútar. Smákökuform (með einföldum línum, flókin form er erfitt að nota). Álbakki. Bökunarpappír. Nál og spotti.

AÐFERÐ. Hita ofninn í 180 gráður. Setja bútana í álbakkann. Gæta þess að hafa svipaða liti saman. Ekki blanda saman grænum og rauðum (það er ljótt). Aðrir litir blandast ágætlega. Setja álbakkann á bökunarpappír fyrir miðjum ofni. Hita þangað til vaxið er bráðnað. Það verður að fylgjast grannt með vaxinu bráðna allan tímann vegna þess að ef það er of lengi inni í ofni kviknar í því. Taka út og láta kólna í nokkrar mínútur. Þrýsta smákökuformunum í vaxið og láta harna um stund. Fara út og búa til engil í snjónum á meðan, eða fá sér kakóbolla og hlusta á jólalög. Taka formin úr vaxinu og bíða uns vaxið er orðið alveg hart. Plokka listaverkin upp úr forminu með smjörhníf og snyrta brúnirnar. Hita nálaroddinn og stinga honum með tvinna í eftirdragi í gegnum listaverkið og hengja á jólatréð eða í gluggann. 

 

Ódýrt jólaföndur: Kartöflustimplar

Hver man ekki eftir gömlu góðu kartöflustimplunum? Þeir eru frábær og ódýr leið til að skreyta til dæmis jólapappír utan um pakkana og jólakortin. En bíddu hægur (eða hæg ef svo ólíklega vill til að þú ert kona) vegna þess að ævintýrið hefst við að búa stimplana til. Kartöflustimplar eru tvöföld ódýr skemmtun.

TÆKI OG EFNI. 1. stk. aðstoðarmann. Því fleiri sem aðstoðarmennirnir eru því meiri líkur á magni og sulli. Það leiðir sjálfkrafa að næsta efnislið: Gömul dagblöð eða rulsapoka til að breiða undir. Þekjulitir og pappír. Spurning um að þynna málninguna örlítið með vatni. Lím má líka nota og þá helst ekki án glimmers. Sem sagt stimpla með límblöndu og sáldra glimmeri yfir. Glimmerið situr eftir í líminu og gleður augað þegar það er orðið þurrt. Jólasmákökuform. Slík form eru ósjaldan í laginu eins og stjarna, jólatré eða snjókall. KartöflurÞví stinnari og stærri, því betra. Bökunarkartöflur eru vænlegir kandídatar. Beittan hníf. Passa sig, ekki gott að vera puttalaus við að opna jólapakkana. Krukkulok eða hvað sem er sem hægt er að nota sem málningarbakka. Það má til dæmis skera neðan af mjólkurfernum og nota botninn sem bakka. Álform eru líka heppileg.

AÐFERÐ. Skera kartöfluna í tvennt eða í fleiri búta, fer eftir stærð töflunnar. Skera út formin. Finna út heppilega þykkt málningarblöndunnar. Dýfa stimplunum í málninguna og sjá undrið gerast.

Kartoflustimpill

 

Epli hvítta tennur

EpliOgBrosMatarsódi er stundum notaður til að hvítta tennur. Sumir tannlæknar hafa áhyggjur af því vegna þess að sódinn er eins og sandur sem rispar glerunginn. En það er annað sem nota má til að ná fram skínandi fallegu og aðlaðandi brosi, nefnilega epli. Sýran í eplinu orkar eyðandi á bletti. Ekki er verra að nudda eplabátnum á tennurnar áður en hann er borðaður. 

Epli eru vitaskuld miklu ódýrari leið til að ná fram ómótstæðilegu brosi heldur en sérstöku tannhvítunarefnin.

Þú ert snillingur - sýnishorn

SnillingurKapaHér er stuttur úrdráttur úr Þú ert snillingur. Bókin er barmafull af skemmtilegum ráðum, allt frá því hvernig hægt er að búa til sitt eigið sjampó í að elda lax í uppþvottavélinni. Og fyrst það er verið að tala um uppþvottavélina þá er einnig hægt að nota hana til að skola kartöflur og garðverkfærin. Bara passa sig að gera það ekki á sama tíma.

Kynning- _ert_snillingur1

Kynning- _ert_snillingur2

Sykursætur hiksti

HikstiHikk.

Fyrirgefið, en er þetta hiksti sem hrjáir yður?

Eh, hikk, já. Hikk.

Þá hef ég lausnina handa yður.

Nú? Hikk.

Já, og hún er einföld. Taktu eina teskeið af sykri og hikstinn hættir á augabragði, eða að minnsta kosti á nokkrum mínútum.

Þetta fullyrðir prófessor nokkur að nafni Andre Dubois í Maryland ríki í Bandaríkjunum. Sykurinn hefur slakandi áhrif á vöðvana sem hrokkið hafa af sporinu og valda hikstanum.