Hátalaraskál
Ertu með frábært lag í símanum en enga græju til að tengja hann við? Þá er djúpi diskurinn lausnin. Settu símann í diskinn (má líka nota skál) og þá verður til náttúrulegur hátalari.
Rúmfötin í koddaverið
Þetta er mjög sniðugt ráð og einfaldar alla umsýslu með rúmföt. Setja einfaldlega hvert sett í eitt koddaverið úr settinu. Gerist varla einfaldara og sniðugra.
Teygjuepli
Hér er ráð sem er mjög sniðugt. Það kemur alveg í veg fyrir að eplið í nestisboxinu oxist og verði ókræsilegt. Skera eplið í báta með eplaskera (fæst t.d. í Ikea) eða hníf og halda svo saman með teygju. Vinur Matarkörfunnar hefur prófað þetta á skólanestið og það virkar mjög vel. Eplið helst ferskt allan daginn.
WD-40 mikið þarfaþing
WD-40 hreinsar vaxliti af tölvuskjánum til dæmis. Það má einnig nota það til að þurrka tjöru af bílrúðuþurrkunum. Það má lengja líf þurrkunnar margfalt með því að nota WD-40.
Valhnetan leynir á sér
Er hurðin rispuð? Þá er valhnetan svarið. Nuddið valhnetunni yfir rispuna eins og vaxlit og hún hverfur næstum því alveg.
Jarðarberjakjarninn úr
Með einföldu röri má taka kjarnann úr jarðarberi eins og gert er við epli. Ótrúlega sniðugt.