Uppskrift: Uppþvottavélareldaður lax

LaxUppthvottavelLax eldaður í uppþvottavélinni er mikið lostæti. Margir vilja meina að uppþvottavélin varðveiti betur vítamínin sem eru í laxinum heldur en pottsuða eða ofnbökun.

Innihald
1 msk. ólífuolía
4 200 gr laxabitar
¼ bolli ferskur súraldinsafi (lime)
Salt og pipar
1 sítróna skorin í báta
2 álpappírsblöð um 30X30 sm að stærð.

Aðferð
1. Smyrja glanshliðina álpappírsblöðum með olíunni. Leggja 2 laxabita hlið við hlið á hvort blað. Brjóta upp á hliðarnar á álpappírnum til að varna leka og láta límónusafann drjúpa jafnt á bitana. Krydda með salti og pipar.
2. Brjóta álpappírinn saman þannig að úr verði 2 loftþéttir pakkar. Nota hugvitið, en ef það þrýstist vökvi úr þeim eftir að búið er að pakka, eru þeir ekki alveg þéttir.
3. Setja pakkana í efri hilluna á uppþvottavélinni. Stilla vélina á „Normal“ þvott.
4. Taka álpappírinn utan af og bera fram með sítrónubátunum.

Uppskriftin er fyrir fjóra, en vel má elda fyrir heila giftingarveislu með þessari aðferð.

Verði þér að góðu.