Örbylgju-bökuðu kartöflurnar mínar

001-KartoffelsInnihald
Kartöflur.

Græjur
Eldfast leirfat eða diskur.

Aðferð
1. Velja saman álíka stórar kartöflur. Hér er miðað við 4 kartöflur af svipaðri stærð.
2. Raða kartöflunum á disk eða leirfat.
3. Elda í 4 + 4 + 4 mínútur. Snúa á milli.
4. Stinga í kartöflurnar. Ef þær eru ekki tilbúnar, elda í 2 mínútur í senn þar til þær eru mjúkar í gegn.

Örbylgjubakaðar kartöflur gefa grilluðum ekkert eftir. Til að fá grilláferðina á þær er rétt að setja þær í nokkrar mínútur á grillið, en þær eru jafn góðar þótt þær fari beint á diskinn úr örbylgjunni.