Örbylgju-ristuðu hneturnar mínar

002-Ristadur hnetukallAð rista hnetur í örbylgjunni er góð skemmtun, en hún krefst árvekni og lítilsháttar tilraunastarfsemi vegna þess að hnetur eru misstórar og ofnar mismunandi. Best er að elda þær á fullum styrk mínútu í senn, velta og halda svo áfram þar til þær eru orðnar ristaðar.

Örbylgjuristaðar hnetur henta ljómandi vel út á morgunskyrið eða í baksturinn þar sem ekki er þörf á miklu magni.