Ódýr matur – lifrarbuff

Þessa uppskrift sendi Hagsýna húsmóðirin Birgitta Matarkörfunni:

Hollt og gott, ég skil ekki af hverju ég elda þetta ekki oftar.

Hráefni

1 stk lambalifur
3-4 kartöflur
1 laukur
1 egg
4 dl haframjöl
2,5 dl hveiti
Season All krydd, salt og pipar eftir smekk.

Matreiðsla

Hreinsið lifrina, flysjið kartöflurnar hráar og afhýðið laukinn. Maukið í matvinnsluvél. Hrærið öllu saman, deigið á að vera fremur þunnt. Mótið buff og brúnið á pönnu báðum megin og setjið síðan smástund inn i ofn við um það bil 180 gráður.
Soðnar kartöflur, brún sósa, soðnar gulrætur, grænar baunir og sulta er fyrirtaks meðlæti með þessu.

Þessi uppskrift er tekin úr matreiðslubók sem heitir Krakkaeldhúsið. Þessi uppskrift er á bls 13, kallast þar sveitabuff og höfundur uppskriftar er Henríetta Kristinsdóttir, matráðru á leiðskólanum Síðusel á Akureyri. Útgáfan Hemra gaf út (með stuðningi OR) árið 2004.

Til athugunar : Ef þú sérð fram á að vera komin með nóg í matinn en ert bara hálfnuð/hálfnaður að steikja buffin þá finnst mér betra að frysta afganginn af deiginu frekar en að klára að steikja buffin og frysta þau svo.  Þau eru eiginlega ekki góð nema nýsteikt (heimilisfólkið hér er sammála um það).

Matarkarfan þakkar Birgittu fyrir sendinguna og þakkar jákvæða umfjöllun um sig. Á bloggi Hagsýnu húsmóðurinnar eru ýmis sparnaðarráð og húsráð sem vert er að skoða.

Alfez100X560