Eggjuð hrísgrjón

Það tekur 10 mín. að undirbúa og 20 mín. að elda þennan einfalda rétt.
Uppskriftin er fyrir þrjá.

Hráefni

100gr hrísgrjón
8 egg
10 pylsur
Paprikukrydd

Matreiðsla

Sjóða hrísgrjónin. Skera pylsur í bita og steikja í potti. Bæta eggjum út í og hræra vel. Setja hrísgrjón út á áður en eggin verða alveg grútspæld. Hrærið vel og kryddið létt með paprikukryddi.

Það má bæta lauk (flestar tegundir), papriku eða tómötum út í réttinn án þess að það rýri gæði þessarar frábæru, ódýru og einföldu uppskriftar.

Alfez100X560