Besta maíssúpa mömmu Freyju

1-3 lítra af vatni
1-3 græmetissoðteninga eða kjúklíngasoðteninga
1-2 dósir af maisbaunum ódýrum

Matreiðsla
Mauka maís niður með töfrasprota eða í blandara ásamt hluta af vatninu sem ætlað er í súpuna, afgangurinn af paprikunni, pastanu,kjúklingnum,svínakjötinu frá deginum áður eða það sem er til fyrir í kæliskápnum. Til dæmis gulrætur, graslaukur, hvítkál, blómkál, spínat eða basilíka.
Salt og pipar eftir smekk.
Þykkt upp með maísenamjöli eða vatns þynntu kartöflumjöli og látið malla við lágan hita í ca 8-10, mínútur :O)

Borið fram með brauði með bræddum ristuðum osti á úr ofni eða bara með ristuðu brauði.

Verði ykkur að góðu!

Kveðjur frá einstæðri, fátækri móður fjögurra barna,
Freyja Dís Númadóttir.

FreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNumFreyjaDisNum