Tilboðin eru að berast í Matarkörfuna. Þrýstið hér til að bera saman verð og tilboð og gera góð kaup.
Sparnaðarráð: Gjafir sem spara
Öfunda vinir og vandamenn þig af því hversu vel þér gengur að láta enda ná saman? Þá eru jólin rétta tækifærið til að beina þeim af villigötunum og á beinu og breiðu brautina. En hvernig?
Hér eru nokkur ráð um gjafir sem hjálpa til við að spara:
1. Prjónað og heklað
2. Framandi réttir heima
3. Ræktin heim
4. Verkfærin heim
5. Kryddjurtir
Fyrsta prentun af Þú ert snillingur að verða uppseld
Ef bókin okkar fengi að vera með í talningu um mest seldu bækur landsins væri hún á topp tíu að minnsta kosti. Við erum víst ekki bókabúð :-D En fyrir þá sem ekki vita er bókin stútfull af sparnaðarráðum og upplýsingum sem gera heimilishaldið hagkvæmara og skemmtilegra.
Vonandi verður hún ekki uppseld of löngu fyrir jól.
Matarkarfan segir: Hleyptu snillingnum út og leyfðu honum að njóta sín. Það er engum til góðs að láta hann rykfalla inni í skáp með kústum og fægiskóflum. Þú ert snillingur hjálpar þér að finna þinn innri snilling. Bókin er seld í öllum betri bóka- og matvöruverslunum og hjá kvenfélögum um allt land.
Hér eru nokkrar umsagnir um snillinginn:
„Bráðsniðug bók, ætla gefa öllum börnunum mínum hana í jólagjöf.“
Jóna Bára Sighvatsdóttir
„Þessi frábæra bók er alveg mögnuð.“
Hildur Helga Gísladóttir


|
Jólatilboð Húsfreyjunnar

Nýjir áskrifendur í desember fá jólablaðið frítt og greiða fyrst áskrift fyrir árið 2013. Áskrift að Húsfreyjunni er jólagjöf sem varir allt árið.
Þú færð fallegt gjafakort og jólablað Húsfreyjunnar frítt með til að setja í jólapakkann.
Gleðigjafar

Foreldrar deila reynslu sinni af því að eiga fötluð eða alvarlega veik börn og lýsa af hugrekki og einlægni upplifun sinni og tilfinningum.
|